George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, greindu frá því í Washington í dag að þeir væru að leggja drög að áætlun um að allar skuldir þróunarríkja í Afríku, sem talin væru fylgja umbótastefnu, yrðu afskrifaðar.
Þessi ríki „ættu ekki að þurfa að burðast með fjallháar skuldir“, sagði Bush.
Á fréttamannafundi í Hvíta húsinu greindu leiðtogarnir frá því að þeir hygðust leggja tillögu þessa efnis fyrir ráðstefnu G-8 ríkjanna, helstu iðnríkja heimsins.