Var óvart í Danmörku

Ringlaður 78 ára Frakki sem stöðvaður var í Danmörku í dag, hélt því staðfastlega fram að hann væri staddur í Suður-Frakklandi, að því er lögregla greindi frá.

Mannsins hefur verið saknað frá því á þriðjudag, en hann var stöðvaður í dag þar sem hann keyrði undarlega á bíl sínum skammt frá Esbjerg.

„Hann hélt að hann hefði tekið ferjuna frá Korsíku yfir til Suður-Frakklands eftir að hafa borðað kvöldmat með eiginkonu sinni,“ sagði Carsten Jensen, lögreglumaður í Esbjerg. Hélt hann að lögreglumennirnir væru franskir.

Maðurinn sem býr í Hamborg í Norður-Þýskalandi og á Korsíku hafði í raun tekið ferjuna frá Hamborg til Danmerkur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan