Kristján í úrslit

mbl.is

Kristján Helgason var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópumóts áhugamanna í snóker, sem fram fer í Póllandi. Kristján bar sigurorð af Norður-Íranum Mark Allen, með 6 römmum gegn 5.

Þetta er sannarlega glæsilegur sigur hjá Kristjáni því Allen er núverandi heims- og Evrópumeistari áhugamanna auk þess að vera Evrópumeistari unglinga.

Kristján mætir Alex Borg, frá Möltu, í úrslitaleiknum, sem fram fer á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert