Tónlist Christinu Aguilera notuð til að pynta fanga í Guantanamo

Christina Aguilera.
Christina Aguilera. AP

Slæm­ur aðbúnaður fanga í Guant­anamo á Kúbu, þar sem Banda­ríkja­menn hafa í haldi meinta hryðju­verka­menn, hef­ur sætt gagn­rýni víða um heim. Mörg hundruð íslamstrú­ar­manna mót­mæltu notk­un Kór­ans­ins við yf­ir­heyrsl­ur í síðasta mánuði og marg­ir hafa lát­ist í mót­mæla­öld­um í Af­gan­ist­an og Pak­ist­an. Danska dag­blaðið Politiken grein­ir frá því í dag að marg­ar aðferðir hafi verið notaðar við yf­ir­heyrsl­ur fanga. Meðal ann­ars hafi þeir verið látn­ir hlusta á tónlist banda­rísku söng­kon­unn­ar Christ­inu Aguilera.

Í blaðinu kem­ur fram að fangi, sem sleppt hafi verið úr fanga­búðum, hafi greint frá yf­ir­heyrsluaðferðunum. Seg­ir hann að yf­ir­heyrsl­urn­ar hafi oft byrjað klukk­an fjög­ur að nóttu til og staðið yfir langt fram und­ir morg­un. Í öðrum til­vik­um hafi yf­ir­heyrsl­urn­ar byrjað um miðnætti.

Maður­inn seg­ir að ýms­ar aðferðir séu notaðar til að vekja fang­ana. Í sum­um til­fell­um hafi verið hellt yfir þá úr fötu með köldu vatni en í öðrum til­vik­um hafi þeir verið vakt­ir með tónlist. Ekki hafi þó verið um að ræða ró­andi fiðlutóna held­ur tónlist banda­rísku tón­list­ar­kon­unn­ar Christ­inu Aguilera, sem spiluð er á full­um styrk. Eng­um sög­um fer hins veg­ar af því hvort söng­ur Aguilera kom að gagni sem pynt­ing­araðferð.

Politiken

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Slysahætta er eilítið meiri í dag en ella, gættu þín ef þú ert gangandi, hlaupandi eða akandi. Reyndu að forðast að vera erfitt foreldri eða stjórnandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Slysahætta er eilítið meiri í dag en ella, gættu þín ef þú ert gangandi, hlaupandi eða akandi. Reyndu að forðast að vera erfitt foreldri eða stjórnandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant