Leynileg samtök al-Qaeda hóta hryðjuverkaárásum í fleiri Evrópulöndum

Leynileg samtök al-Qaeda í Evrópu, sem á vefsíðu lýstu yfir ábyrgð á sprengjuárásunum í Lundúnum í morgun, hafa hótað álíka hryðjuverkaárásum á Ítalíu, Danmörku og í öðrum löndum sem hafa herlið í Írak og Afganistan.

Að sögn þýska tímaritsins Der Spiegel voru árásirnar í morgun hefnd fyrir aðild Breta að hernaðaraðgerðum í Írak og Afganistan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert