Heitir í höfuðið á fögrum hvilftarjökli

Jökull Bergmann.
Jökull Bergmann.

„Við erum frá Klængs­hóli í Skíðadal á Trölla­skaga þar sem er mjög fjallent og jökl­ar í dal­botn­un­um. Þar er stærsti hvilft­ar­jök­ull á Íslandi, Gljúf­urár­jök­ull sem er ofboðslega fal­leg­ur. Eig­in­lega heiti ég í höfuðið á hon­um,“ seg­ir Jök­ull Berg­mann, 28 ára, í viðtali við Tíma­rit Morg­un­blaðis­ins um helg­ina en Jök­ull er nú upp­tek­inn við klif­ur frá morgni til kvölds í Kletta­fjöll­un­um í Kan­ada.

Jök­ull legg­ur þar stund á þjálf­un fyr­ir aðstoðaralpaklif­ursleiðsögu­manna­próf, sem hann hyggst þreyta í haust. Prófið er einn áfangi í löngu og ströngu náms­ferli sem Jök­ull mun að lok­um ljúka með titil­in­um alþjóðafjalla­leiðsögumaður í kerfi IF­MGA (In­ternati­onal Federati­on of Mountain Gui­des Associati­on), að lík­ind­um fyrst­ur Íslend­inga.

Jök­ull hef­ur ára­langa reynslu af fjalla­mennsku hér heima og er­lend­is, hef­ur m.a. gengið á Mont Blanc, Matter­horn, unnið sem leiðsögumaður á Kilimanjaro, í Nepal, á Græn­landi og í Suður-Am­er­íku. „Minn draum­ur er að koma heim og miðla þess­ari reynslu minni þannig að ef stelp­ur og strák­ar eins og ég hafa áhuga á að verða fjalla­leiðsögu­menn þá geti þau gert það á Íslandi án þess að eyða hálfri æv­inni og fleiri millj­ón­um í það,“ seg­ir Jök­ull í viðtal­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert