„Þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að stýra þessari virðulegu og mikilvægu stofnun“

Páll Magnússon.
Páll Magnússon.

Páll Magnússon, nýskipaður útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, segir að nýja starfið leggist vel í sig „Ég er þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að stýra þessari virðulegu og mikilvægu stofnun, og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Páll.

Aðspurður hvort hann muni gera einhverjar breytingar á starfsemi Ríkisútvarpsins segir hann það líklegt. „Það verða ábyggilega einhverjar breytingar en það er ekki tímabært fyrir mig að tala mikið um það á þessu stigi. Ég tek ekki við starfinu fyrr en 1. september og og byrja þá á því að fara yfir hlutina með því lykilfólki sem þarna er fyrir,“ segir Páll Magnússon.

Páll tekur við embætti útvarpsstjóra af Markúsi Erni Antonssyni, sem skipaður hefur verið sendiherra í Ottawa frá 1. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert