British Airways að hefja áætlunarflug til Íslands

British Airways er að hefja áætlunarflug hingað til lands.
British Airways er að hefja áætlunarflug hingað til lands.

Breska flugfélagið British Airways hefur áætlunarflug milli Gatwick í London og Keflavíkur í mars á næsta ári. Flogið verður fimm sinnum í viku frá og með sunnudeginum 26. mars 2006, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Verð á farmiðum verður frá 22.990 krónum með sköttum.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram, að brottför 26. mars frá Gatwick verði kl. 7:30 að staðartíma og koma til Keflavíkur kl. 9:45. Flogið verður til baka frá Keflavík þremur korterum síðar eða kl. 10:30 og komið til Gatwick kl. 14.35 að staðartíma.

Í tilkynningunni er haft eftir Sam Heine, viðskiptastjóra BA fyrir Skandinavíu og Ísland, að þessi nýja flugleið færi Íslendingum ekki aðeins möguleika á að ferðast til London á þægilegum tíma heldur einnig möguleika á greiðri tengingu við leiðanet BA um allan heim, sem telur 151 áfangastað í 72 löndum.

Upplýsingar um fargjöld eru að finna á vefsetri British Airways frá og með deginum í dag vegna brottfarar frá og með 26. mars 2006.

Vefsvæði British Airways

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert