Segja The Island byggða á mynd frá 1979 og krefjast skaðabóta

Scarlett Johansson og Ewan McGregor við frumsýningu á The Island …
Scarlett Johansson og Ewan McGregor við frumsýningu á The Island í Lundúnum . AP

Tíma­ritið Variety grein­ir frá því að skaðabóta­mál hafi verið höfðað á hend­ur fram­leiðend­um kvik­mynd­ar­inn­ar The Is­land, þar sem Scarlett Johans­son og Ewan McGreg­or fara með aðal­hlut­verk, og segi máls­höfðend­ur að mynd­in sé byggð á gam­alli mynd, Parts: The Clonus Horr­or, sem fram­leidd var 1979. Krefjast höf­und­ar Clonus þess að hætt verði að sýna The Is­land.

Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur BBC.

Fram­leiðend­ur Clonus krefjast þess enn­frem­ur að fá greidd­ar ótil­greind­ar skaðabæt­ur og hluta af þeim tekj­um sem feng­ist hafi af sýn­ing­um á The Is­land. Til­greina höf­und­ar Clonus níu­tíu atriði í The Is­land sem þeir segja „ná­kvæm­lega eins“ og atriði í Clonus. Ýmsir gagn­rýn­end­ur hafa þegar bent á lík­indi með mynd­un­um.

Fram­leiðandi The Is­land, DreamWorks, hafn­ar al­ger­lega kröf­um máls­höfðenda og seg­ir The Is­land vera „óháð sköp­un­ar­verk“ sem ekki brjóti á höf­und­ar­rétti nokk­urs manns.

Í The Is­land leika Johans­son og McGreg­or fólk sem er ein­ræktaðar eft­ir­mynd­ir ríkra ein­stak­linga sem sök­um veik­inda vant­ar „vara­hluti“ í sig. Þau búa í stórri, leyni­legri ný­lendu fjölda slíkra ein­ræktaðra af­rita, en sleppa þaðan út og reyna að af­hjúpa ólög­legt at­hæfi stjórn­anda ný­lend­unn­ar.

Clonus er saga um leyni­lega ný­lendu þar sem ein­ræktaðir ein­stak­ling­ar eru geymd­ir ef ske kynni að mann­kynið færi að vanta líf­færi til skipt­anna. Eitt klónið slepp­ur og reyn­ir að koma upp um til­vist ný­lend­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Slappaðu af og njóttu þess sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Slappaðu af og njóttu þess sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir