Nefnd sem rannsakar dauða Brasilíumanns hittir lögmenn fjölskyldu hans

Jean Charles de Menezes, í miðið, ásamt ættingjum.
Jean Charles de Menezes, í miðið, ásamt ættingjum. AP

Bresk rannsóknarnefnd, sem rannsakar mál brasilísks manns sem lögregla skaut til bana á lestarstöð í Lundúnum í júlí, vegna gruns um að hann tengdist hryðjuverkastarfsemi, hafa hitt lögmenn fjölskyldu mannsins að máli. Fundinum var komið á vegna skjala sem lekið var í breska fjölmiðla í gær, en upplýsingar í þeim reyndust stangast á við yfirlýsingar lögreglu um dauða mannsins.

Maðurinn, Jean Charles de Menezes var skotinn til bana af lögreglu á Stockwell neðanjarðarlestarstöðinni í Lundúnum 22. júlí síðastliðinn.

Óháð rannsóknarnefnd lögreglunnar (IPCC) afhenti lögmönnum fjölskyldunnar frumniðurstöður rannsóknar sinnar og fullvissaði þá um að rannsókn málsins miðaði áram. Talskona IPCC sagði að fundurinn hefði verið „mjög uppbyggilegur.“

Harriet Wistrich, lögmaður de Menezes fjölskyldunnar, hafði áður sagt í samtali við BBC að lögmennirnir efuðust um að rannsóknin væri gerð með gagnsæjum hætti. Lögmenn fjölskyldunnar hafa krafist þess að Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, segi af sér vegna málsins.

Í skjölum sem tengjast rannsókn málsins, og lekið var til sjónvarpsstöðvarinnar ITV, er gefið til kynna að lögreglu hafi tekist að yfirbuga Menezes áður en hann var skotinn átta skotum.

Lík de Menezes í einum lestarvagnanna á Stockwell lestarstöðinni 22. …
Lík de Menezes í einum lestarvagnanna á Stockwell lestarstöðinni 22. júlí síðastliðinn. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert