Benedikt sextándi páfi, sagði kaþólskum biskupum í Þýskalandi að þeir yrðu að leggja meira á sig til að fá menn í prestastarfið og til að fá fólk til að ganga í kaþólsku kirkjuna. Kvartaði hann yfir því að „gríðarlegur“ skortur væri á nýliðum í starfið.
„Vegna mikils skorts á prestum, en sá skortur er að verða gríðarlegur hér í Þýskalandi, vil ég hvetja ykkur, kæru bræður, til að leggja meiri kraft í að auglýsa preststarfið,“ sagði hann er hann ávarpaði 105 biskupa í KÖln á lokadegi fjögurra daga heimsóknar sinnar til Þýskalands.
Hann sagði að vaxandi „veraldarhyggja og afkristnun“ væri sífellt meira vandamál í Þýskalandi á meðan „áhrif kaþólskra gilda væru látin víkja.“
„Margir segja sig úr kirkjunni, eða ef þeir halda áfram að vera í henni, fara þeir einungis að hluta til eftir kaþólskum kennisetningum,“ sagði hann.