Reykur í potti í Breiðholti

Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins barst til­kynn­ing um reyk sem lagði frá íbúð í fjöl­býl­is­húsi í Aust­ur­bergi í Breiðholti um klukk­an 18:25 í kvöld. Einn slökkviliðsbíll fór á vett­vang. Hús­ráðandi hafði verið að sjóða bjúgu í potti, en brugðið sér að heim­an og gleymt að slökkva und­ir soðning­unni.

Tölu­verður reyk­ur var í íbúðinni og varð að reykræsta hana. Skemmd­ir eru hins veg­ar minni­hátt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert