Samningur um sameiginlegt efnahagssvæði Íslands og Færeyja

Davíð Odds­son, ut­an­rík­is­ráðherra, og Jó­hann­es Ei­des­ga­ard, lögmaður Fær­eyja, und­ir­rituðu í dag í Hovyík í Fær­eyj­um samn­ing um að koma á fót sam­eig­in­legu efna­hags­svæði Íslands og Fær­eyja.

´ Samn­ing­ur­inn mæl­ir fyr­ir um frelsi á sviði vöru­viðskipta, þjón­ustu­viðskipta og fjár­fest­inga, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

„Tek­ur samn­ing­ur­inn m.a. til viðskipta með land­búnaðar­af­urðir. Sam­kvæmt samn­ingn­um skulu ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar og ís­lensk fyr­ir­tæki njóta sömu rétt­inda í Fær­eyj­um og Fær­ey­ing­ar og fær­eysk fyr­ir­tæki. Jafn­framt skulu Fær­ey­ing­ar og fær­eysk fyr­ir­tæki njóta sömu rétt­inda hér og landi og ís­lensk­ir rík­is­borg­ara og ís­lensk fyr­ir­tæki. Samn­ing­ur­inn kem­ur í stað fríversl­un­ar­samn­ings Íslands og Fær­eyja frá ár­inu 1992.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert