Davíð hættir sem ráðherra og verður Seðlabankastjóri

Davíð Oddsson á blaðamannafundi í Valhöll í dag.
Davíð Oddsson á blaðamannafundi í Valhöll í dag. mbl.is/Golli

Davíð Odds­son, ut­an­rík­is­ráðherra, til­kynnti á blaðamanna­fundi í dag að hann hygg­ist hætta sem ráðherra og þingmaður 27. sept­em­ber og taka við starfi sem formaður banka­stjórn­ar Seðlabank­ans. Kem­ur þetta í kjöl­far þess að Davíð hef­ur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fundi flokks­ins í októ­ber.

Davíð sagðist hafa lagt það til við þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins, að Geir H. Haar­de, fjár­málaráðherra, taki við embætti ut­an­rík­is­ráðherra, Árni M. Mat­hiesen, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, verði fjár­málaráðherra og Ein­ar K. Guðfinns­son, alþing­ismaður, verði sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Hef­ur verið fall­ist á þá til­lögu. Ásta Möller, varaþingmaður, tek­ur sæti Davíðs á Alþingi.

Mik­il ákvörðun fyr­ir mig
Davíð sagði á blaðamanna­fund­in­um, að hann hefði tekið þá ákvörðun fyr­ir sitt leyti að verða ekki í kjöri til for­manns á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins sem hefst 13. októ­ber.

„Þetta er nátt­úru­lega mik­il ákvörðun fyr­ir mig því í henni felst að það verður gjör­breyt­ing á mínu lífi. En þá er þess að gæta, að ég hef verið formaður flokks­ins á 15. ár og aðeins Ólaf­ur Thors hef­ur verið formaður flokks­ins leng­ur en ég. Þá hef ég verið mjög lengi tengd­ur stjórn­mál­um, eða í 31 ár, sem borg­ar­full­trúi og þingmaður; og síðan sem borg­ar­stjóri og for­sæt­is­ráðherra, ut­an­rík­is­ráðherra og hag­stof­uráðherra sam­fellt í ald­ar­fjórðung. Ég hef verið nokkuð lengi að verki og tel mig þess vegna með góðri sam­visku geta tekið ákvörðun eins og þessa, líka vegna þess að flokk­ur­inn minn stend­ur vel um þess­ar mund­ir eins og sést á könn­un­um þrátt fyr­ir að hafa verið í rík­is­stjórn og leitt rík­is­stjórn mjög lengi. Verk hans eru þess vegna met­in og ég held að fyr­ir formann flokks sé betra að fara við þær aðstæður en aðrar. Ég hef alltaf fengið mik­inn stuðning frá mínu flokks­fólki á lands­fundi og núna síðast al­veg sér­stak­lega ein­stak­an stuðning. Ég kveð því þann vett­vang með mikl­um söknuði," sagði Davíð.

Hann sagði að þess­ari ákvörðun fylgdu fleiri ákv­arðanir og hann hefði þess vegna ákveðið að láta af starfi ut­an­rík­is­ráðherra og hag­stof­uráðherra á rík­is­ráðsfundi 27. sept­em­ber næst­kom­andi. Davíð mun síðan taka við starfi for­manns banka­stjórn­ar Seðlabank­ans 20. októ­ber, sam­kvæmt ákvörðun Hall­dórs Ásgríms­son­ar, for­sæt­is­ráðherra. Um er að ræða skip­un til sjö ára.

Kveður stjórn­mál­in með söknuði
Davíð sagðist kveðja stjórn­mál­in með söknuði enda hefðu þau verið líf hans og yndi. Hann væri jafn­framt þakk­lát­ur stuðnings­mönn­um sín­um og fólk­inu í land­inu öllu. „Þótt ég hafi ekki átt stuðning allra hef ég reynt að gera mitt besta og tel að ég hafi lokið ákveðnum verk­um. Stjórn­mála­flokk­ur lýk­ur aldrei verki meðan þeir starfa en stjórn­mála­menn geta lokið ákveðnum verk­hluta og horfið til annarra starfa. Ég tel mig hafa gert það og að minnsta kosti að verka minna sjái víða stað og von­andi í flest­um til­fell­um hafi þau snúið borg­ar­mál­um eða þjóðfé­lags­mál­um í betra horf en ella væri. Um það munu aðrir dæma og síðar," sagði Davíð.

Meiri tími fyr­ir önn­ur hugðarefni
Þegar Davíð var spurður á blaðamanna­fund­in­um hvers vegna hann veldi að taka við starfi seðlabanka­stjóra svaraði hann, að þótt hann hefði alltaf talið sig vera lat­an mann og þurft að beita sig aga til að sinna starfi sæmi­lega þá væri hann ekki nægi­lega latur til að hætta að vinna. „Auðvitað verð ég að trúa því að eft­ir þá miklu reynslu sem ég hef öðlast geti ég komið að gagni í störf­um (hjá Seðlabank­an­um)" sagði Davíð. Sagðist hann telja, að Birg­ir Ísleif­ur Gunn­ars­son, sem hef­ur sagt af sér embætti seðlabanka­stjóra, hafi unnið bank­an­um og landi og þjóð mikið gagn með sínu starfi.

Davíð sagðist telja víst, án þess að gera lítið úr starfi Seðlabanka­stjóra, að hon­um muni gef­ast meiri tóm­stund­ir fyr­ir sig en áður. Hann hefði tekið starf borg­ar­stjóra og síðan ráðherra al­var­lega, þrátt fyr­ir meðfædda leti, og jafn­framt hefði hann verið formaður stærsta stjórn­mála­flokks­ins. „Það þýðir að þú ert alltaf á vakt­inni sem slík­ur, því fylg­ir mikið af kvöld­fund­um og geri ráð fyr­ir að með venju­legu starfi frá 9 til fimm gef­ist mér meira tóm til að sinna öðrum þátt­um sem ég hef áhuga á að sinna. Eins og menn vita þá er ég svoldið fjölþreif­inn í ekki al­ger­lega hefðbundn­um skiln­ingi," sagði Davíð.

Styður Geir í embætti for­manns
Þegar Davíð var spurður um hvern hann vildi sjá sem eft­ir­mann sinn í embætti for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins svaraði hann, að menn myndu vænt­an­lega horfa helst til Geirs H. Haar­de, vara­for­manns. „Ætli það verði ekki mín síðustu póli­tísku af­skipti að kjósa hann," sagði Davíð.

Davíð var spurður hvað helst vekti at­hygli hans þegar hann liti til baka. Hann svaraði að það vekti helst at­hygli hve mikið hefði gerst og hve víða hann hefði komið við og komið mörgu í fram­kvæmd á vett­vangi lands­mála og borg­ar­mála. „Ég hef auðvitað verið afar fyr­ir­ferðar­mik­ill í þessu öllu sam­an og jafn­vel stund­um svo að mörg­um hef­ur þótt nóg um og ég vona að ég gleðji þá með minni ákvörðun að hætta í póli­tík," sagði Davíð.

Hann sagðist halda, að þótt marg­ir aðrir en hann hefðu komið að mál­um hefði Ísland ger­breyst til batnaðar á til­tölu­lega fáum árum. „Hver sem minn hlut­ur er í því þá er niðurstaðan ör­ugg­lega sú, að Ísland er miklu fjöl­breytt­ara, öfl­ugra, skemmti­legra, og betra sam­fé­lag en það var fyr­ir 10 árum," sagði Davíð.

Fékk gula spjaldið og vill ekki fá rautt
Davíð var spurður hvort heilsu­fars­leg­ar ástæður hefðu ráðið þeirri ákvörðun hans að hætta af­skipt­um af stjórn­mál­um. Hann sagði svo ekki vera að öðru leyti en því, að hann hefði fengið áminn­ingu um það á síðasta ári, að klukk­an tif­ar og geng­ur á aðra en skák­menn.

„Auðvitað er það svo, að und­an­farið ár hef ég ekki verið á fleygi­ferð því ég hef þurft að taka tíma í end­ur­hæf­ingu og aukameðferðir og þótt þær væru ekki erfiðar eða kvala­full­ar drógu þær, meðan á þeim stóð, úr afli og krafti. Þetta er aðallega áminn­ing; ég tel mig vera kom­inn með afl og kraft til að sinna nýju starfi en það fer ekki hjá því að ef þú færð svona gult spjald þá horf­ir þú á það og hag­ar þér aðeins bet­ur til að fá ekki rautt."

Ekki langt síðan ákvörðunin var tek­in
Davíð var spurður hvort langt væri síðan að hann hefði tekið ákvörðun um að hætta í stjórn­mál­um en hann sagði að það væri ekki svo ýkja langt síðan.

„Ég hef verið að böggl­ast með hana fyr­ir brjóst­inu og farið svona úr og í gagn­vart sjálf­um mér. Ég gat ekki rætt þetta við marga því það er þýðing­ar­mikið að svona ákvörðun sé ekki lengi að pauf­ast í loft­inu því það er þýðinga­mikið í stjórn­mál­um að hafa aga og festu í her­búðunum. Um leið og ég hafði tekið þessa ákvörðun vildi ég ekki bíða lengi með að kynna hana. Ég er sátt­ur við hana en veit ekki hvort hún er rétt. Kannski veit ég það ein­hvern tím­ann en ég tel mig hafa nálg­ast hana með rétt­um hætti," sagði Davíð.

Hann sagðist hafa skoðað hug sinn mjög ná­kvæm­lega og reynt að horfa til framtíðar, velt því fyr­ir sér hvað flokkn­um og land­inu væri fyr­ir bestu. „Þegar ég hafði horft til allra þess­ara þátta taldi ég mér fært að taka ákvörðun," sagði Davíð.

Davíð Oddsson í Valhöll í dag.
Davíð Odds­son í Val­höll í dag. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert