Fjórar Harrier herþotur breska flughersins lentu á Reykjavíkurflugvelli nú á þriðja tímanum. Vélarnar voru að koma frá Kinnloss á Bretlandseyjum og voru á leið til Keflavíkur. Þær gátu hins vegar ekki lent þar vegna þess hve skyggni var lélegt. Því var brugðið á það ráð að lenda á Reykjavíkurflugvelli þar sem þær munu taka eldsneyti, en vélarnar fara til Keflavíkur um leið og veður leyfir.
Talsverða athygli vakti þegar flugvélarnar flugu yfir Reykjavík í dag vegna mikils hávaða sem barst frá þeim.
Engar sprengjur eru á vélunum, en þær bera hins vegar auka eldsneytistank til langflugs. Vélarnar geta hafið sig til lofts og lent lóðrétt til þess að geta átt aðveldara með að lenda á skipum á ferð. Þær er breskar að uppruna og voru fyrst framleiddar árið 1957.