Ákæru í Baugsmáli vísað frá

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, ræðir við fréttamenn í …
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, ræðir við fréttamenn í húsi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. mbl.is/Ásdís

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úr­sk­urðaði í morg­un, að ákæru í Baugs­mál­inu svo­nefnda skuli vísað frá dómi í heild. Jón H. B. Snorra­son, sak­sókn­ari embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði við frétta­menn að þetta væri ekki áfall og hann hefði búið sig und­ir að þetta gæti orðið niðurstaðan. Næsta skref væri að kæra úr­sk­urðinn til Hæsta­rétt­ar og krefjast þess að að all­ir ákæru­liðirn­ir 40 verði tekn­ir fyr­ir.

„Þessi niðurstaða verður kærð til Hæsta­rétt­ar, það verður næsta skref,“ sagði Jón við blaðamenn eft­ir að úr­sk­urður­inn var kveðinn upp. Spurður um hvort kært yrði í dag sagði Jón að þriggja sól­ar­hringa frest­ur væri veitt­ur til þess að kæra úr­sk­urðinn.

Gest­ur Jóns­son, lögmaður Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar, for­stjóra Baugs, sagði ljóst, að þessi niðurstaða héraðsdóms að vísa mál­inu frá í heild sinni væri í sam­ræmi við það álit, sem kom fram í bréfi dóm­enda, að veru­leg­ir ann­mark­ar væru á ákær­unni. Því hafi dóm­ur­inn kom­ist að þeirri niður­stöðu, að ekki væri annað hægt en vísa mál­inu frá í heild sinni.

„Það kem­ur fram í for­send­um úr­sk­urðar­ins að þeir telji að þetta sé svo stór hluti af mál­inu sem sé hald­inn þess­um ann­mörk­um að þeir telji sér skylt að vísa mál­inu frá í heild sinni.“

Spurður um viðbrögð við þeirri yf­ir­lýs­ingu sak­sókn­ara að kæra málið til Hæsta­rétt­ar, sagði Gest­ur að verj­end­ur myndu tjá sig um málið gagn­vart rétt­in­um. Aðspurður um þá þá full­yrðingu ákæru­valds­ins að eng­inn vafi sé á því að hægt sé að leggja fram nýja ákæru í mál­inu, sagði Gest­ur að verj­end­ur teldu veru­leg­ar tak­mark­an­ir á því vegna laga­reglna sem um það giltu og vísaði hann til reglna um meðferð op­in­berra mála.

„Það eru regl­ur um fram­haldsákær­ur og slíkt sem tak­marka mjög slík­ar heim­ild­ir,“ sagði Gest­ur.

Í úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­vík­ur er farið yfir 18 ákæru­liði af 40 þar sem talið er að ann­mark­ar séu á ákæru. Seg­ir síðan, að sam­kvæmt lög­um um meðferð op­in­berra mála beri að greina í ákæru hvert það brot sé sem ákært sé út af, hvar og hvenær það sé talið framið, heiti þess að lög­um og aðra skil­grein­ingu. Í þessu fel­ist að sak­argift­ir í ákæru þurfi að koma þar fram og þær þurfi að vera svo skýr­ar og ótví­ræðar að ekki þurfi get­um að þeim að leiða eða að deila um hverj­ar þær séu.

Í þessu vegi þyngst sjálf verknaðarlýs­ing­in en hin atriðin, sem tal­in séu upp í laga­ákvæðinu, skipti minna máli. Sam­kvæmt ís­lenskri dóma­fram­kvæmd og áliti fræðimanna sé þannig talið nauðsyn­legt að hverju broti sé lýst all­ná­kvæm­lega í ákæru og á þann hátt sem sönn­un­ar­gögn máls­ins séu tal­in benda til að það hafi gerst. Verði að lýsa því hvernig ákærði sé tal­inn hafa með at­hæfi sínu gerst sek­ur um það brot sem um ræði og þá þannig að at­b­urðarás­in falli að efn­is­lýs­ingu refsilaga­brots­ins og skýr­ingu refsirétt­ar­ins á því.

Þetta helg­ist m.a. af því að sak­born­ingi sé nauðsyn á því að fá gerla að vita hvaða at­hæfi hon­um sé gefið að sök, svo að hann geti varið sig, og enn­frem­ur af því að dóm­ari verði að geta gert sér svo glögga grein fyr­ir efni máls, að hann geti lagt á það dóm. Sé ákær­unni veru­lega áfátt að þessu leyti. Reynd­ar sé hún ekki sem gleggst í ýms­um minni atriðum. Þykja ágall­arn­ir varða frá­vís­un. Þar sem um sé að ræða veru­leg­an hluta ákær­unn­ar að ræða verði ekki hjá því kom­ist að vísa mál­inu í heild frá dómi. Pét­ur Guðgeirs­son, héraðsdóm­ari, las einnig ákvörðun dóms­ins um mál­svarn­ar­laun verj­enda sak­born­inga í mál­inu. Sam­kvæmt því á ríkið að greiða Gesti Jóns­syni 10,2 millj­ón­ir króna, Ein­ar Þór Sverris­syni, verj­anda Jó­hann­es­ar Jóns­son­ar, 3,5 millj­ón­ir, Krist­ínu Edwald, verj­anda Krist­ín­ar Jó­hann­es­dótt­ur, 3,7 millj­ón­ir, Jakobi R. Möller, verj­anda Tryggva Jóns­son­ar, 1,4 millj­ón­ir, og Þór­unni Guðmund­sótt­ur, verj­anda Stef­áns Hilm­ars­son­ar og Önnu Þórðardótt­ur, 2,9 millj­ón­ir króna.

Í úr­sk­urðinum kem­ur fram að Andra Árna­syni, sem var verj­andi ákærða Tryggva í lög­reglu­rann­sókn máls­ins, verið greidd þókn­un fyr­ir þann starfa sinn, 2,3 millj­ón­ir króna, og Helga Jó­hann­es­syni, sem var verj­andi Jóns Ásgeirs fram­an af í lög­reglu­rann­sókn­inni, hafi sömu­leiðis verið greidd þókn­un fyr­ir starf­ann, 563 þúsund krón­ur.

Jón H. B. Snorrason, saksóknari, svarar spurningum fréttamanna.
Jón H. B. Snorra­son, sak­sókn­ari, svar­ar spurn­ing­um frétta­manna. mbl.is/Á​sdís
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert