Segja lyf gegn unglingabólum valda þunglyndi

Óttast er að samband sé á milli sjálfsmorða og lyfs, sem notað er gegn unglingabólum. Þessu halda foreldrar 22 ára nemanda í læknisfræði fram. Hálfum mánuði eftir að sonur þeirra hóf að nota lyfið Roaccutane gegn bólum á baki fann hann til þunglyndis. Hann hætti töku lyfsins en framdi sjálfsmorð tveimur dögum síðar.

Að sögn bresku fréttastöðvarinnar Sky telja foreldrar drengsins að notkun lyfsins geti haft áhrif á geðheilbrigði fólks. Hafi sonur þeirra verið hamingjusamur þar til hann hóf notkun þess.

Bæklingur hefur fylgt bólulyfinu Roaccutane síðan árið 1998. Í bæklingnum er viðvörun, en þar segir, að slæmar afleiðingar af völdum unglingabóla geti orsakað þunglyndi og sjálfsmat þeirra. Verði þeir sem finni til þunglyndis að greina lækni sínum frá því.

Að sögn sögn hafa meira en 13 milljónir manna notað Roaccutane á síðastliðnum 20 árum með góðum árangri. Stuðningshópur fólks sem þjáist af unglingabólum á háu stigi segist hafa áhyggjur af langtímaáhrifum lyfsins. Foreldrar drengsins sem framdi sjálfsmorð tveimur dögum eftir að hann hætti notkun lyfsins, vill að sölu þess verði hætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert