Talið er að Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafi hafst við á svæðinu í Pakistan þar sem jarðskjálftinn mikli reið yfir sl. laugardag. Orðrómur hefur verið á kreiki um að bin Laden hafi látið lífið í náttúruhamförunum en AP fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni, að engar upplýsingar hafi borist um bin Laden eftir jarðskjálftann og því sé ekkert vitað um afdrif hans.
AP segir hins vegar ljóst, að tugir félaga í íslömskum góðgerðarsamtökum, sem tengist herskáum pakistönskum útlagasamtökum, létu lífið af völdum skjálftans.