Bin Laden talinn hafa verið á jarðskjálftasvæðinu

Osama bin Laden, t.h. og Ayman al-Zawahri, hans hægri hönd …
Osama bin Laden, t.h. og Ayman al-Zawahri, hans hægri hönd innan al-Qaeda. AP

Talið er að Osama bin Laden, leiðtogi hryðju­verka­sam­tak­anna al-Qa­eda, hafi hafst við á svæðinu í Pak­ist­an þar sem jarðskjálft­inn mikli reið yfir sl. laug­ar­dag. Orðróm­ur hef­ur verið á kreiki um að bin Laden hafi látið lífið í nátt­úru­ham­förun­um en AP frétta­stof­an hef­ur eft­ir banda­rísk­um emb­ætt­is­manni, að eng­ar upp­lýs­ing­ar hafi borist um bin Laden eft­ir jarðskjálft­ann og því sé ekk­ert vitað um af­drif hans.

AP seg­ir hins veg­ar ljóst, að tug­ir fé­laga í ís­lömsk­um góðgerðarsam­tök­um, sem teng­ist her­ská­um pakistönsk­um út­laga­sam­tök­um, létu lífið af völd­um skjálft­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert