Að minnsta kosti 85 látnir eftir átök í Kákasus í dag

Lík meintra uppreisnarmanna á götu í Naltsjik í Norður-Kákasus í …
Lík meintra uppreisnarmanna á götu í Naltsjik í Norður-Kákasus í dag. AP

Að minnsta kosti 85 manns hafa nú látist í átökum á milli uppreisnarmanna og her- og lögreglumanna í borginni Naltsjik í Norður-Kákasus í Rússlandi í dag. Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar er borgin einn vígvöllur og heyrast byssuskot og sprengingar með stuttu millibili. 61 hinna látnu eru uppreisnarmenn. Tétsjénskir uppreisnarmenn lýstu því yfir fyrr í dag, að þeir stæðu á bak við árásirnar í borginni.

Staða samtaka herskárra múslima hefur styrkst mjög í Suður-Rússlandi síðustu misserin og er Kabardino-Balkarijahérað, þar sem átökin eiga sér stað, þar engin undantekning. Verða lögreglumenn, hermenn og aðrir opinberir starfsmenn oftsinnis fyrir árásum vopnaðra herskárra hópa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka