Forseti Vensúela segir allt stefna í orkukreppu

Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir OPEC ríkin komin á fremsta …
Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir OPEC ríkin komin á fremsta hlunn hvað olíuframleiðslugetu varðar. Reuters

Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir allt stefna í orkukreppu í heiminum. Hann segir OPEC ríkin ekki hafa mikil tök á því að auka við framleiðslu sína þar sem þau séu að nálgast endanlega framleiðslugetu sína. „Það er mjög lítill möguleiki fyrir hendi vegna þess að allur heimurinn er nú að framleiða olíu á fullri getu,“ sagði Chavez.

Chavez, sem er staddur á ráðstefnu spænsku- og portúgölskumælandi ríkja sem haldin er á Spáni, bendir á að í Venesúela sé ekki hægt að framleiða tunnu meira af olíu en nú sé gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert