Forseti Vensúela segir allt stefna í orkukreppu

Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir OPEC ríkin komin á fremsta …
Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir OPEC ríkin komin á fremsta hlunn hvað olíuframleiðslugetu varðar. Reuters

Hugo Chavez, for­seti Venesúela, seg­ir allt stefna í orkukreppu í heim­in­um. Hann seg­ir OPEC rík­in ekki hafa mik­il tök á því að auka við fram­leiðslu sína þar sem þau séu að nálg­ast end­an­lega fram­leiðslu­getu sína. „Það er mjög lít­ill mögu­leiki fyr­ir hendi vegna þess að all­ur heim­ur­inn er nú að fram­leiða olíu á fullri getu,“ sagði Chavez.

Chavez, sem er stadd­ur á ráðstefnu spænsku- og portú­gölsku­mæl­andi ríkja sem hald­in er á Spáni, bend­ir á að í Venesúela sé ekki hægt að fram­leiða tunnu meira af olíu en nú sé gert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert