Konur troðfylltu Sjallann á Akureyri

Konur ganga fylktu liði til fundar í Sjallanum.
Konur ganga fylktu liði til fundar í Sjallanum. mbl.is/Kristján

Mik­ill fjöldi kvenna á öll­um aldri, mætti á hátíðar- og bar­áttufund í Sjall­an­um á Ak­ur­eyri í dag, í til­efni af því að 30 ár voru liðin frá kvenna­frí­deg­in­um árið 1975. Þarna voru líka nokkr­ir karl­menn. Sjall­inn var orðinn troðfull­ur af fólki áður en dag­skrá í tali og tón­um hófst og þurfti hóp­ur fólks að standa utan dyra og hlýða á dag­skrána í hátala­kerfi.

Ein­hverj­ar kon­ur snéru frá Sjall­an­um og sett­ust inn á ná­læg kaffi­hús. Höfðu kon­ur, sem stóðu utan dyra, á orði að nær hefði verið að halda fund­inn á Ráðhús­torgi eða í Íþrótta­höll­inni. Dag­skrá­in í Sjall­an­um hófst kl. 15 en strax kl. 14.08 sáust kon­ur ganga út af vinnu­stöðum sín­um og halda í átt að Sjall­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert