Fjöldamet á útifundi á Siglufirði

Frá göngunni á Siglufirði í dag.
Frá göngunni á Siglufirði í dag. mbl.is/Steingrímur

Fjölda­met var slegið á Sigluf­irði í dag þegar kon­ur, ung­ar sem gaml­ar, gengu frá kirkj­unni niður kirkjutröpp­ur og niður Aðal­götu í til­efni kvenna­frí­dags­ins. Ann­ar eins hóp­ur hef­ur ekki sést sam­an­kom­inn í einni göngu á Sigluf­irði frá því að fólk al­mennt tók þátt í skrúðgöng­um á 1. maí og 17. júní hér áður fyrr.

Hóp­ur­inn hélt inn á Bíó Café og drakk þar kaffi sam­an og þar var auðvitað einnig mik­il ös.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert