Talið að um 45-50.000 manns hafi verið í miðborg Reykjavíkur

Lögregla telur að um 45.000 manns hafi verið í miðborginni …
Lögregla telur að um 45.000 manns hafi verið í miðborginni þegar mest var. mbl.is/Júlíus

Lög­regl­an í Reykja­vík tel­ur að um 45-50.000 manns hafi verið í miðborg Reykja­vík­ur þegar mest var í tengsl­um við hátíðahöld í til­efni af því að 30 ár eru liðin frá kvenna­frí­deg­in­um árið 1975. Þrátt fyr­ir mann­fjöld­ann gekk allt áfalla­laust fyr­ir sig og og þótt um­ferð hafi gengið hægt komust all­ir leiðar sinn­ar að lok­um.

Á sjötta tím­an­um er mik­il um­ferð út úr miðborg­inni

Mik­il stemmn­ing var á bar­áttufundi, sem hald­inn var á Ing­ólf­s­torgi nú síðdeg­is. Meðal þeirra sem fluttu ávarp var Amal Tamimi sem talaði fyr­ir hönd Sam­tak kvenna af er­lend­um upp­runa á Íslandi. Sagði hún, að kon­ur af er­lendu bergi brotn­ar á Íslandi væru í tvö­föld­um áhætta­hópi: „Við búum við mis­rétti vegna þjóðern­is og kyns," sagði Amal og bætti við að stærsta hindr­un­in væri að ís­lenskukunn­átt­una vantaði og marg­ar þeirra ættu mjög erfitt með að þekkja skyld­ur sín­ar og rétt­indi á vinnu­markaði.

„Okk­ar kon­ur fá ekki bara minni laun en karl­menn með sömu mennt­un og í sama starfi. Oft fá þær mennt­un sína ekki viður­kennda. Er­lend­um ljós­mæðrum eða hjúkr­un­ar­fræðing­um er vel­komið að vinna sömu vinnu og ís­lensk­ar starfs­syst­ur sín­ar en fyr­ir það fá þær borgað sem sjúkra­liði," sagði Amal.

Marín Þórs­dótt­ir og Kristrún Björg Lofts­dótt­ir fluttu ávarp fyr­ir hönd heild­ar­sam­taka launþega og sögðu m.a., að þær bæru blendn­ar til­finn­ing­ar til dags­ins í dag. Ann­ars veg­ar væri stór­kost­legt að sjá hversu mik­il samstaða sé í þjóðfé­lag­inu um að gera bet­ur og leiðrétta þann mis­mun sem finn­ist í sam­fé­lag­inu. Hins­veg­ar væru það von­brigði að þrjá­tíu árum eft­ir kvenna­frí­dag­inn 1975 sé enn full ástæða til að fjöl­menna á úti­fundi og benda á þá staðreynd að jafn­rétti hef­ur enn ekki verið náð. „Enn í dag þurf­um við að leggja niður störf til að vekja at­hygli á mik­il­vægi vinnu­fram­lags kvenna fyr­ir at­vinnu­líf og sam­fé­lag," sögðu þær.

Katrín Anna Guðmunds­dótt­ir, full­trúi kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði í ávarpi að hægt væri að út­rýma launamun fyr­ir sömu störf strax á morg­un með því að af­nema launa­leynd.

„Launakann­an­ir hafa sýnt að hér rík­ir launam­is­rétti fyr­ir sömu störf en kann­an­ir hafa líka sýnt að meiri­hluti kvenna tel­ur að launam­is­réttið sé á öðrum vinnu­stöðum en ekki þeirra. Hversu marg­ar kon­ur hér í dag geta sagt með fullri vissu að maður­inn sem vinn­ur við hliðina á þeim sé ekki með hærri laun en þær? Við get­um það ekki ef við vit­um ekki hvað hann er með í laun.

En af­nám launa­leynd­ar leys­ir aðeins hluta vand­ans. Eft­ir stend­ur að við þurf­um að leysa þann launamun sem er á milli hefðbund­inna kvenna- og karla­stétta, skipt­ingu heim­il­is­starfa og annarra þátta sem hafa áhrif á starfs­val kvenna og karla og stöðu kynj­anna í sam­fé­lag­inu," sagði Katrín Anna.

Lögregla telur að um 45.000 manns hafi verið í miðborginni …
Lög­regla tel­ur að um 45.000 manns hafi verið í miðborg­inni þegar mest var. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert