Ísfirskar konur fjölmenntu í kröfugöngu og á baráttuhátíð

Konur fjölmenntu í kröfugöngu á Ísafirði.
Konur fjölmenntu í kröfugöngu á Ísafirði. mbl.is/Halldór

Kon­ur fjöl­menntu á Silf­ur­torg á Ísaf­irði í dag til að minn­ast þrjá­tíu ára af­mæl­is kvenna­frí­dags­ins, þegar kon­ur sýndu hvers virði þeirra fram­lag til at­vinnu­lífs­ins í land­inu er með því að leggja niður störf. Haldið var í kröfu­göngu um bæ­inn og sungn­ir bar­áttu­söngv­ar. Ófáar kon­ur voru með kröfu­spjöld þar sem farið var fram á jafn­rétti.

Gengið var að Alþýðuhús­inu þar sem hald­in var bar­áttu­hátíð rétt eins og fyr­ir 30 árum þegar hátíðardag­skrá fór þar fram. Boðið var upp á er­indi, upp­lest­ur, tónlist, ljóð, ræður og kaffi­veit­ing­ar. Mark­mið dags­ins nú sem fyrr er að sýna fram á verðmæti vinnu­fram­lags kvenna fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf, en hvergi í heim­in­um er at­vinnuþátt­taka kvenna jafn mik­il og hér á landi. Fjöl­marg­ir vinnu­veit­end­ur lýstu stuðningi við kvenna­fríið og gáfu starfs­kon­um sín­um frí.

Hóp­ur ís­firskra kvenna tók það að sér að gang­ast fyr­ir bar­áttu­dag­skrá í til­efni dags­ins. Þær voru; Bryn­dís Friðgeirs­dótt­ir, Guðfinna Hreiðars­dótt­ir, Guðrún Sig­urðardótt­ir, Helga Dóra Kristjáns­dótt­ir, Ing­unn Ósk Sturlu­dótt­ir, Jóna Bene­dikts­dótt­ir, Karítas Páls­dótt­ir, Matt­hild­ur Helga­dótt­ir, Ólína Þor­varðardótt­ir og Sig­ríður Ragn­ars­dótt­ir.

Á Þing­eyri komu um fimm­tíu kon­ur komu sam­an á Dúddakaffi á Þing­eyri í dag til að minn­ast þess að 30 ár eru liðin frá kvenna­frí­deg­in­um svo­kallaða. Kon­urn­ar drukku sam­an kaffi, borðuðu kök­ur og þáðu pítsur og kók frá út­gerðarfé­lag­inu Vísi sem rek­ur fisk­vinnslu á Þing­eyri. Nokkr­ir karl­ar tóku þátt í fögnuðinum en virt­ust kunna illa bar­áttu­söngva kvenn­anna og áttu því erfitt með að taka und­ir þegar þær stóðu upp og hófu söng.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert