Fellibyljatímabilið í Atlantshafinu: Beta 23. hitabeltisstormurinn

Hitabeltisstomurinn Beta er 23 stormurinn sem myndast á fellibyljatímabilinu í …
Hitabeltisstomurinn Beta er 23 stormurinn sem myndast á fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu. Aldrei fleiri stormar hafa mælst frá því mælingar hófust árið 1851. Reuters

Hita­belt­is­storm­ur­inn Beta myndaðist í dag í Kar­ab­íska haf­inu, en Beta er 23. hita­belt­is­storm­ur­inn sem mynd­ast í tengsl­um við felli­bylja­tíma­bilið í Atlants­haf­inu. Aldrei hafa svo marg­ir storm­ar mynd­ast á svæðinu frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 1851. Banda­rísk­ir veður­fræðing­ar eiga ekki von á því að storm­ur­inn muni ógna Banda­ríkj­un­um.

Stormviðvör­un hef­ur verið gef­in út á eyj­un­um San Andres og Provi­dencia í Kar­ab­íska haf­inu, en bú­ist er við mik­illi rign­ingu og miklu hvassviðri þar í dag.

Jafn­framt hef­ur verið gef­in út stormviðvör­un við strand­lengju Ník­aragva og ná­læg­um eyj­um. Að sögn veður­fræðinga er jafn­vel mögu­leiki á því að storm­ur­inn umbreyt­ist í felli­byl.

Bú­ist er við að 25-38 cm úr­komu vegna Betu í vest­ur­hluta Panama, í Kosta Ríku og Ník­aragva.

Í síðustu viku myndaðist hita­belt­is­storm­ur­inn Alpha. Var það í fyrsta sinn sem staf­ir gríska staf­rófs­ins, sem eru notaðir til þess að nefna storm­ana, kláruðust. Þurfti því að byrja aft­ur á A.

Fyrra metið var 21 storm­ur árið 1933.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert