Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að þau hefðu engin áform um að ráðast gegn Ísraelsríki. Muni stjórnvöld halda alþjóðlegar skuldbindingar landsins líkt og sáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Þetta er í fyrsta sinn sem Íranar gera grein fyrir stefnu sinni gagnvart Ísrael eftir að Mahmoud Ahmadinejad, forseti landsins, sagði að nauðsynlegt sé að „þurrka Ísrael af landakortinu“ á miðvikudag.
„Islamska lýðræðisríkið Íran er skuldbundið samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur engar áætlanir um að ráðast gegn öðru landi,“ sagði í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Írans.