Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fékk 6424 atkvæði 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór á föstudag og laugardag. Alls voru 20.978 á kjörskrá en atkvæði greiddu 12.453 eða 59,4% þeirra. Gild atkvæði voru 11.920 og fékk Vilhjálmur 53,9% þeirra. Í öðru sæti varð Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson varð í 3. sæti.
Þeir Vilhjálmur og Gísli Marteinn buðu sig báðir fram í 1. sætið og fékk Gísli Marteinn 5193 atkvæði í það sæti. Þau Hanna Birna og Júlíus Vífill Ingvarsson buðu sig bæði fram í 2. sætið og fékk Hanna Birna 6290 atkvæði í það sæti en Júlíus Vífinn 2924. Flest atkvæði í prófkjörinu fékk Hanna Birna, 10.142 talsins, en Kjartan Magnússon, sem endaði í 4. sæti, fékk næstflest, eða 9353.
Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins mæla svo fyrir um að hafi helmingur þeirra sem á kjörskrá eru við lok kjörfundar kosið, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að framboðslistinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins enda hafi frambjóðendur hlotið atkvæði í eitthvert sæti á að minnsta kosti helmingi gildra kjörseðla. Tillaga er þá gerð um að frambjóðendur skipi framboðslistann í þeirri röð sem niðurstaða prófkjörsins hefur skipað þeim í. Samkvæmt þessu er niðurstaða prófkjörsins bindandi gagnvart kjörnefnd fyrir þá sem hlutu kosningu í sæti 1 til 9.
Niðurstaða prófkjörsins var þessi:
Aðrir hlutu færri atkvæði.