Skattahækkanir boðaðar í Noregi á næsta ári

Jens Stoltenberg, forstætisráðherra Noregs.
Jens Stoltenberg, forstætisráðherra Noregs.

Ríkisstjórn Noregs hefur boðað skattahækkanir á næsta ári. Verða þær notaðar til að auka útgjöld til velferðarmála. Hin þriggja vikna gamla ríkisstjórn sem leidd er af Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, mun að mestu halda sig við fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórnar fyrir árið 2006.

Aftur á móti verða útgjöld til velferðarmála aukin verulega. Alls er ætlunin að auka útgjöld til velferðarmála, samgangna og menningar um 3,8 milljarða norskra króna, 35,8 milljarða íslenskra króna.

Fjármálaráðuneyti Noregs hefur heldur lækkað spár um hækkun vergrar landsframleiðslu í ár, úr 3,7% í 3,6%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK