Glóandi kjöt hættulaust

Ástralska matvælaeftirlitið segir að neytendur hafi ekkert að óttast þótt þeir verði varir við að kjöt glói í myrkri. Maður nokkur í Sydney hringdi í útvarpsstöð þar í borg og sagði farir sínar ekki sléttar eftir að honum sýndust grísakóteletturnar sínar uppljómaðar.

Matvælaeftirlitið segir að fyrirbærið stafi af hættulausri bakteríu sem gefi frá sér ljós, pseudomonas fluorescens, og sé að finna í flestu kjöti og fiskmeti. Skiljanlegt sé að fólki bregði, en bakterían valdi ekki matareitrun.

Það gerist að meðaltali tvisvar í mánuði að áhyggjufullir neytendur hringja í eftirlitið eftir að hafa fundið glóandi kjöt í ísskápnum hjá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir