Farþegum Strætó fækkaði um 6 til 8% milli ára

Strætisvagnar Strætó bs.
Strætisvagnar Strætó bs. mbl.is

Farþegum sem ferðast með strætó á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um 6-8% milli ára samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs. Eru þá fyrstu 10 mánuðir þessa árs bornir saman við fyrstu 10 mánuði ársins 2004.

Farþegum hefur verið að fækka um 3% að jafnaði á milli ára undanfarin ár og er fækkunin því meiri en verið hefur. Nýtt leiðakerfi sem tekið var í notkun í sumar á einhvern þátt í þessari fækkun, að sögn Ásgeirs.

Tekjuáætlun Strætó bs. fyrir þetta ár kemur því líklega ekki til með að standast, segir Ásgeir, og útlit er fyrir að um 40 milljónir vanti upp á. Hann segir að nú sé verið að vinna að úttekt á nýja leiðakerfinu og í kjölfarið verði gerðar tillögur um endurbætur á því.

Verður þá reynt að mæta þeim athugasemdum og ábendingum sem borist hafa frá farþegum og vagnstjórum. Segir Ásgeir að þó að búið sé að kynna nýja leiðakerfið sé öll markaðssókn eftir og hún fari brátt í hönd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert