Farþegum Strætó fækkaði um 6 til 8% milli ára

Strætisvagnar Strætó bs.
Strætisvagnar Strætó bs. mbl.is

Farþegum sem ferðast með strætó á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur fækkað um 6-8% milli ára sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Ásgeiri Ei­ríks­syni, fram­kvæmda­stjóra Strætó bs. Eru þá fyrstu 10 mánuðir þessa árs born­ir sam­an við fyrstu 10 mánuði árs­ins 2004.

Farþegum hef­ur verið að fækka um 3% að jafnaði á milli ára und­an­far­in ár og er fækk­un­in því meiri en verið hef­ur. Nýtt leiðakerfi sem tekið var í notk­un í sum­ar á ein­hvern þátt í þess­ari fækk­un, að sögn Ásgeirs.

Tekju­áætlun Strætó bs. fyr­ir þetta ár kem­ur því lík­lega ekki til með að stand­ast, seg­ir Ásgeir, og út­lit er fyr­ir að um 40 millj­ón­ir vanti upp á. Hann seg­ir að nú sé verið að vinna að út­tekt á nýja leiðakerf­inu og í kjöl­farið verði gerðar til­lög­ur um end­ur­bæt­ur á því.

Verður þá reynt að mæta þeim at­huga­semd­um og ábend­ing­um sem borist hafa frá farþegum og vagn­stjór­um. Seg­ir Ásgeir að þó að búið sé að kynna nýja leiðakerfið sé öll markaðssókn eft­ir og hún fari brátt í hönd.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert