Vínbændur í Bordeaux-héraði setja sölubann á rauðvínsframleiðslu sína

Vín­bænd­ur í franska vín­rækt­ar­héraðinu Bordeaux hafa sett sölu­bann á fram­leiðslu sína. Með þessu eru bænd­urn­ir að mót­mæla verðlækk­un­um á rauðvíni sem ógn­ar lífviður­væri þeirra.

Fé­lag­ar í sam­tök­um vín­fram­leiðenda í Bordeaux-héraði, sem um 6.700 af 10 þúsund vín­fram­leiðend­um í Bordeaux eru fé­lag­ar í samþykktu að selja ekki tunn­una af Bordeaux rauðvíni fyr­ir minna en eitt þúsund evr­ur, 74.750 krón­ur. Í dag er tunn­an seld á 700 evr­ur.

Sölu­bannið er ein­ung­is fyr­ir rauðvín frá Bordeaux-héraði ekki hvít­vín og rósa­vín þar sem fram­leiðend­ur eru sátt­ir við það verð sem þeir fá fyr­ir það.

Vín­fram­leiðend­ur í Bordeaux-héraði ótt­ast mjög það ástand sem er að skap­ast á vín­markaðnum vegna of­fram­leiðslu á nýja heims vín­um. Til að mynda frá Ástr­al­íu, Chile og Kali­forn­íu.

Útflutn­ing­ur á rauðvín­um frá Bordeaux-héraði dróst sam­an um 17,7% á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert