Lítill loftsteinn lýsti upp næturhimininn yfir Ástralíu þegar hann kom með þrumugný inn fyrir gufuhvolf jarðar um níuleytið að staðartíma í gærkvöldi. Að sögn stjörnufræðinga og vitna var um mikið sjónarspil að ræða en í kjölfar komu hans inn í gufuhvolfið kom hljóð líkt þegar þota brýtur hljóðmúrinn. Talið er að loftsteinninn hafi verið á stærð við annað hvort körfubolta eða hálfan smábíl.