Miðstöð opnar í Slóvakíu þar sem foreldrar geta skilið eftir óvelkomin börn

Miðstöð, þar sem foreldrar geta skilið eftir óvelkomin börn sín, og án þess að þeir þurfi að nafngreina sig, opnaði í Slóvakíu í dag. Þetta er sjöunda miðstöðin af þessum toga sem opnar í landinu. Að sögn Önnu Ghannamova, sem starfar fyrir samtök sem reka miðstöðvarnar, er áætlað að opna svipaðar miðstöðvar í þremur öðrum slóvenskum bæjum á næstu tveimur vikum. Er það gert til þess að sporna við því að börnum sé hent í ruslið eða út á götu.

Hún segir fjögur börn hafa þegar farið frá miðstöðunum frá því að þær opnuðu fyrst í Bratislava í fyrra.

Samkvæmt TASR fréttastofunni fundust sjö börn látin í Slóvakíu í fyrra, sem foreldrarnir höfðu yfirgefið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert