Bush: Stærstur hluti upplýsinga um gereyðingarvopn Íraka var rangur

George W. Bush, Bandaríkjaforseti.
George W. Bush, Bandaríkjaforseti. AP

Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti, viður­kenndi í ræðu í dag, að stærst­ur hluti upp­lýs­inga, sem banda­ríska leyniþjón­ust­an aflaði um gereyðing­ar­vopn í Írak hafi verið rang­ur en ít­rekaði samt að inn­rás­in í Írak hafi verið rétt­læt­an­leg. „Það stafaði ógn af Saddam og banda­ríska þjóðin og heim­ur­inn eru ör­ugg­ari vegna þess að hann er ekki leng­ur við völd," sagði Bush.

„Marg­ar leyniþjón­ustu­stofn­an­ir mátu það svo, að Saddam Hus­sein réði yfir gereyðing­ar­vopn­um og það er rétt, að stór hluti þess­ara upp­lýs­inga reynd­ist rang­ur," sagði Bush í ræðu í The Woodrow Wil­son Center í Washingt­on í dag.

Hann full­yrti hins veg­ar að Saddam hafi beðið eft­ir tæki­færi til að hefja gereyðing­ar­vopna­fram­leiðslu að nýju.

„Sem for­seti þá ber ég ábyrgð á þeirri ákvörðun að fara inn í Írak. Og ég ber einnig ábyrgð á því að bæta fyr­ir það sem miður fór með því að end­ur­skipu­leggja leyniþjón­ustu okk­ar. Það erum við að gera."

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert