Þúsundir tóku á móti Unni Birnu í Smáralind

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir þakkar viðstöddum fyrir móttökurnar í Smáralind í …
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir þakkar viðstöddum fyrir móttökurnar í Smáralind í kvöld. mbl.is/Eggert

Unn­ur Birna Vil­hjálms­dótt­ir, ný­kjör­in ung­frú heim­ur 2005, fékk höfðing­leg­ar mót­tök­ur í Vetr­arg­arðinum í Smáralind um hálf­sjöleytið í kvöld. Talið er að um 10 þúsund manns hafi beðið feg­urðardrottn­ing­ar­inn­ar í kvöld og tóku á móti henni með mikl­um fagnaðar­lát­um og lófa­taki. Unn­ur virt­ist al­sæl með mót­tök­urn­ar. Brosti hún breitt og sendi viðstödd­um fing­ur­kossa.

Hall­dór Ásgríms­son, for­sæt­is­ráðherra, tók m.a. á móti Unni Birnu þegar hún kom í Smáralind, færði henni kveðjur rík­is­stjórn­ar­inn­ar og færði henni bók um verk Kjar­vals sem hann sagði hafa túlkað ís­lenska feg­urð manna best.

Ju­lia Morley, eig­andi Miss World feg­urðarsam­keppn­inn­ar, var í fylgd með Unni Birnu.

Mynd­ir af Unni Birnu

Unnur Birna í Leifsstöð í dag.
Unn­ur Birna í Leifs­stöð í dag. vík­ur­frétt­ir/Þ​orgils
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert