Miðar á Tarantino seldust upp á 9 mínútum

Quentin Tarantino á Cannes.
Quentin Tarantino á Cannes. mbl.is/Halldór Kolbeins

Almenn miðasala á Kvöldstund með Tarantino hófst í morgun kl. 10:00 og klukkan 10:09 höfðu allir þeir rúmlega 500 miðar sem í boði voru klárast. Raðir höfðu myndast fyrir utan Skífuverslanir í Reykjavík snemma í morgun og álag á netsölukerfið hjá Iceland Film Festival var gífurlegt þegar klukkan sló 10.

Aðstandendur Iceland Film Festival hafa beðið fjölmiðla að koma því að framfæri að það er ekki einn einasti miði eftir. Allir miðarnir eru uppurnir og ekki til neins að hringja eða senda tölvupósta því það er ekki til laust sæti í húsinu.

Það er augljóst að Quentin Tarantino á mjög dyggan og stóran hóp aðdáenda hérlendis og það er greinilega mikill áhugi á honum og hans verkum á Íslandi.

Iceland Film Festival og Tarantino hyggjast vinna mikið saman á komandi misserum, þó ekki hafi verið tilkynnt hvað það kynni að vera. Ýmsar hugmyndir um atburði sem þennan eru þegar í farvatninu og verður líklega eitthvað af þeim kynnt í heimsókn hans hingað um áramótin. Það má jafnvel búast við því að „Kvöldstund með Tarantino" verði árlegur viðburður og áhugasamir geti alltaf endað bíóárið með stæl; í bíópartýi með Quentin Tarantino.

Innan skamms verður kynnt hvaða þrjár kvikmyndir Tarantino hefur valið úr sínu einkasafni til að sýna eitt þúsund Íslendingum í Háskólabíói 30. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka