Reknir fyrir að kvarta

Fyrirtæki í Þýskalandi hefur sett strangar reglur sem banna starfsmönnum að kvarta. Verði þeir tvisvar uppvísir að nöldri verða þeir reknir. Hefur tveim þegar verið sagt upp störfum fyrir þessar sakir, og einn sagði upp.

Bókasafnsvörður í Bandaríkjunum var látinn hætta vegna þess að hann eyddi of miklum tíma í að bjarga íkorna sem lenti í sjálfheldu.

Þetta, og sjö aðrar svipaðar frásagnir, er efst á lista bandarískrar ráðningarstofu, Challenger, Gray & Christmas, yfir ótrúlegustu atburðina á vinnumarkaðinum í heiminum á árinu.

Tveir spænskumælandi hárgreiðslumeistarar í Chicago segja, í máli sem þeir hafa höfðað, að fyrirtækið sem þeir starfi hjá banni að spænska sé töluð á vinnustaðnum - jafnvel þegar starfsfólk er í kaffi. Á hárgreiðslustofunni var skilti sem á stóð: „Að tala annað tungumál en ensku er ekki einungis niðrandi, heldur einnig bannað.“

Starfsmaður bjórdreifingarfyrirtækis, sem hafði staðið sig vel í starfi, var óvænt rekinn. Engin ástæða var gefin fyrir brottrekstrinum, en sama dag hafði dagblað birt mynd af starfsmanninum þar sem hann var að drekka bjór frá keppinauti fyrirtækisins sem hann vann hjá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson