Nýja árinu frestað um eina sekúndu

Árinu 2006 hef­ur verið frestað, en þó ekki nema um eina sek­úndu. Rétt fyr­ir miðnætti á gaml­árs­kvöld að Greenwich-viðmiðun­ar­tíma, sem er sá sami og ís­lensk­ur tími, verður klukk­um seinkað um eina sek­úndu, og henni þannig bætt við árið - svo­nefndri hlaupa­sek­úndu. Mæl­inga­stöð banda­ríska flot­ans greindi frá þessu í dag.

Ára­mót­in verða því einni sek­úndu síðar en ella hefði orðið. Bæta þarf hlaupa­sek­únd­um við öðru hvoru vegna þess að nýj­ustu atóm­klukk­ur mæla tím­ann af mik­illi ná­kvæmni, en snún­ing­ur jarðar er stund­um mis­jafn. Hægt hef­ur á snún­ingn­um und­an­farið og með hlaupa­sek­únd­um er komið í veg fyr­ir að mis­ræmi skap­ist með klukk­um á jörðinni og jörðinni sjálfri.

Þetta verður í 23. sinn síðan 1972 sem hlaupa­sek­úndu er bætt við, en þá var und­ir­ritað alþjóðlegt sam­komu­lag um tíma­mæl­ingu. Síðast var bætt við hlaupa­sek­úndu fyr­ir sjö árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert