Naomi Campbell segist hafa lært að hemja alræmdan skapofsa sinn

Naomi Campbell sýnir í Ríó í sumar.
Naomi Campbell sýnir í Ríó í sumar. Reuters

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell segir að sér hafi nú loks tekist að læra að hemja skapofsann sem hún er alræmd fyrir, meðal annars með hjálp frá Robbie Williams. Segist hún hafa lært hvernig maður fari að því að láta ekki annað fólk fara í taugarnar á sér. Þetta kemur fram í viðtali við Campbell í breska Observer Magaizine.

Það orð hefur löngum farið af Campbell að hún eigi í miklum erfiðleikum með að hafa stjórn á skapi sínu. Hún segir að Robbie - sem hún mun hafa verið með í um rúmt ár - hafi kennt henni að forða sér á brott ef rifrildi var yfirvofandi og hlusta síðan á tónlist til að róa sig.

„Núna ætla ég ekki að láta fólk koma mér í uppnám. Ég ætla einfaldlega að forða mér. Guð má vita hvað það hefur tekið mig mörg ár að læra þetta,“ sagði Campbell.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup