Dagur með mest fylgi innan Samfylkingar samkvæmt könnun

Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson mbl.is/Golli

Í könn­un sem Frjáls versl­un gerði dag­ana 5.-11. janú­ar fyr­ir vefsvæðið heim­ur.is varð Dag­ur B. Eggerts­son hlut­skarp­ast­ur meðal Sam­fylk­ing­ar­fólks þegar spurt var hverj­um menn treystu best til þess að leiða lista Sam­fylk­ing­ar­manna. Í sömu könn­un kem­ur fram að Sjálf­stæðis­menn myndu fá hrein­an meiri­hluta í borg­inni en fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur vaxið að und­an­förnu.

Í könn­un­inni var spurt: Hverju eft­ir­tal­inna treyst­ir þú best til að leiða lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík: Degi B. Eggerts­syni, Stefáni Jóni Haf­stein eða Stein­unni Val­dísi Óskars­dótt­ur?

Sam­tals voru 661 spurð. Um 40% vildu hvor­ugt, voru óviss eða neituðu að svara. Af þeim sem af­stöðu tóku sögðust 40% treysta Stefáni Jóni best, en um 36% Degi og 24% Stein­unni Val­dísi. Mun­ur­inn á Stefáni Jón og Degi er ekki töl­fræðilega mark­tæk­ur. Stein­unn Val­dís er hins veg­ar með mark­tækt minna fylgi en þeir báðir.

Ef sér­stak­lega er litið á þá sem sögðust ætla að kjósa Sam­fylk­ing­una breytt­ist mynd­in. Þá var Dag­ur efst­ur með 40%, Stefán Jón fékk stuðning 35% og Stein­unn Val­dís 25%. Mun­ur­inn á Degi og Stefáni er ekki töl­fræðilega mark­tæk­ur. Stein­unn Val­dís er hins veg­ar með mark­tækt minna fylgi en þeir báðir.

Enn­frem­ur var spurt um fylgi við ein­staka lista vegna borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í Reykja­vík. Niðurstaðan er sú að Sjálf­stæðis­menn voru mest fylgi, eða um 50%. Sam­fylk­ing­in kom næst með 37%. Vinstri græn­ir fengju um 10%, Fram­sókn­ar­flokk­ur og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fengu 1-2% og kæmu ekki að manni sam­kvæmt þessu. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri þá með hrein­an meiri­hluta í borg­inni með átta menn. Sam­fylk­ing­in fengi sex og Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð einn.

Könn­un­in er birt í heild sinni á vefsvæðinu heim­ur.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert