Fjögurra ára tyrkneskum dreng batnaði af H5N1-fuglaflensu

Fjögurra ára drengur, sem staðfest var að hefði sýkst af banvænu afbrigði fuglaflensu, H5N1, var útskrifaður af sjúkrahúsi í dag og hefur náð fullum bata. Drengurinn heitir Selami Bas og á heima í bænum Saniflura. Hann var 12 daga á sjúkrahúsi þar eftir að rannsókn leiddi í ljós að hann var með banvæna afbrigðið af flensunni, sem kostað hefur fjögur börn í Tyrklandi lífið. Bati Bas vekur Tyrkjum vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert