Ósló, höfuðborg Noregs, er nú talin sú borg heims þar sem dýrast er að dvelja að mati stofnunarinnar Economist Intelligence Unit (EIU). Hefur borgin ýtt Tókýó, höfuðborg Japans, úr efsta sætinu þar sem hún hefur setið í 14 ár. Reykjavík hoppaði úr 8. sætinu í það 3. á listanum og fór m.a. upp fyrir Ósaka í Japan. Átta af 10 dýrustu borgunum eru evrópskar og endurspeglar það m.a. styrk evrópskra gjaldmiðla gagnvart Bandaríkjadal.
Um er að ræða könnun, sem EIU gerir annað hvert ár, en þar er borið saman verð á vörum og þjónustu reiknað út í Bandaríkjadölum og reiknuð út vísitala. Vísitalan fyrir Ósló er 140, 136 fyrir Tókýó og 135 fyrir Reykjavík.
„Það kemur ekki á óvart að Tókýó missir sætið. Um árabil hefur farið saman lækkun á gengi jensins og lítil verðbólga eða verðhjöðnun í japanska hagkerfinu," segir EIU. „Í Noregi hefur verið mikill efnahagsvöxtur eftir viðsnúning árið 2004, væntingar neytenda hafa farið vaxandi, fjárfesting er mikil og vextir eru enn lágir."
Nokkrar borgir í austurhluta Evrópu hafa hækkað talsvert á listanum. Þá hafa borgir í Brasilíu hækkað mikið.
Teheran, höfuðborg Írans, er ódýrasta borgin af þeim 130 borgum, sem eru á lista EIU.
Listinn yfir 10 dýrustu borgir heims að mati EIU er eftirfarandi:
New York, dýrasta bandaríska borgin, er í 27. sæti með vísitöluna 100.