Fundað um örlög Silvíu Nætur í söngvakeppninni

Ágústa Eva Erlendsdóttir betur þekkt sem Silvia Nótt tekur þátt …
Ágústa Eva Erlendsdóttir betur þekkt sem Silvia Nótt tekur þátt í undankeppninni en nú er verið að funda um örlög lagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sú óvenju­lega staða hef­ur komið upp að lag, sem er í undan­keppni RÚV fyr­ir söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, hef­ur hlotið víðtæka dreif­ingu á net­inu og það er nokkuð sem stríðir gegn regl­um keppn­inn­ar. Nú standa yfir ströng fund­ar­höld í höfuðstöðvum Rík­is­út­varps­ins og er niðurstaða í mál­inu vænt­an­leg inn­an tíðar.

Lagið heit­ir Til ham­ingju Ísland og er í nokkuð grín­kennd­um stíl í flutn­ingi Ágústu Evu Er­lends­dótt­ur í gervi Silvíu Næt­ur.

Hjá fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu Basecamp fékk Frétta­vef­ur Morg­un­blaðsins þær fregn­ir að fund­um hefði átt að ljúka fyr­ir há­degi í dag en þeir hefðu dreg­ist eitt­hvað á lang­inn. „Það er verið að reyna að leysa þetta mál á sem far­sæl­ast­an hátt, það þarf að finna niður­stöðu sem hent­ar öll­um. Þetta lag er komið út um allt og menn vita að það má ekki dreifa lagi sem kepp­ir í Eurovisi­on áður en for­keppn­in fer fram en málið er bæði snúið og viðkvæmt,” sagði Bjarney Lúðvíks­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Basecamp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir