Iggy Pop og Stooges koma til Íslands

Iggy Pop.
Iggy Pop.

Hinn umdeildi og alræmdi tónlistarmaður Iggy Pop er væntanlegur hingað til lands með hljómsveit sinni Stooges og verða tónleikarnir haldnir í Laugardalshöll miðvikudaginn 3. maí. Óhætt er að segja að Iggy Pop sé ein áhrifamesta rokkstjarna áttunda áratugarins en Stooges stofnaði hann árið 1967 eftir að hafa upplifað Doors-tónleika í Chicago stuttu áður.

Iggy vakti strax mikla athygli fyrir æðisgengna sviðsframkomu en hann kom ávallt fram ber að ofan og í upphafi ferilsins makaði hann oft á tíðum steikarfitu og hnetusmjöri á beran líkamann auk þess sem hann átti það til að skera sig með glerbrotum og fleygja sér í óðan áhorfendaskarann.

Nú, 40 árum eftir að Iggy Pop byrjaði feril sinn með Stooges, hefur hann trúlega aldrei verið jafn vinsæll og sífellt fleiri hljómsveitir nefna Iggy og Stooges sem sína helstu áhrifavalda.

Nánar er fjallað um Iggy Pop í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir