Móttökuathöfn fyrir Íslendingana í Tórínó

Tveir af íslensku keppendum á ÓL, Kristján Uni Óskarsson, og …
Tveir af íslensku keppendum á ÓL, Kristján Uni Óskarsson, og Sindri Pálsson ásamt Mundínu Kristinsdóttur sjúkraþjálfara í mat í ólympíuþorpinu. ÍSÍ

Sérstök móttökuathöfn var í morgun í ólympíuþorpinu í Tórínó, þar sem íslensku þátttakendurnir voru boðnir velkomnir á Ólympíuleikana í Tórínó. Borgarstjóri Ólympíuþorpsins, Manuela di Centa, margfaldur verðlaunahafi í skíðagöngu á Ólympíuleikum, bauð alla þátttakendur velkomna. Guðmundur Jakobsson, aðalfararstjóri íslenska ólympíuhópsins, tók við gjöf frá borgarstjóranum og færði henni sömuleiðis bókagjöf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Ólympíuleikarnir verða settir á föstudagskvöld en fimm íslenskir skíðamenn keppa á leikunum: Dagný Linda Kristjánsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Sindri Már Pálsson, Kristján Uni Óskarsson og Kristinn Ingi Valsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka