Gary Oldman líklega ekki með í næstu mynd um Harry Potter

Gary Oldman.
Gary Oldman.

Breski leikarinn Gary Oldman, sem farið hefur með hlutverk galdrakennarans Sírusar svarta (e. Sirius Black), í tveimur síðustu kvikmyndunum um ævintýri galdrastráksins Harry Potter, segir ólíklegt að hann taki þátt í fleiri kvikmyndum eftir bókunum en hann á enn eftir að skrifa undir samning um áframhaldandi leik í myndunum. Ástæðan mun vera sú að ekki er gert ráð fyrir hlutverki hans í næstu myndum.

Tökur eru þegar hafnar á kvikmyndinni Harry Potter og Fönixreglan.

Douglas Urbanski, umboðsmaður leikarans, sagði í samtali við breska æsifréttablaðið The Sun komi aðdáendum myndanna í opna skjöldu að Gary Oldman er ekki á meðal leikara í myndinni.

Vanessa Davis, talsmaður kvikmyndafyrirtækisins Warner Brothers, staðfesti að Oldman hafi enn ekki skrifað undir áframhaldandi samning um leik í myndunum en bætti við að enn ætti eftir að koma í ljós hver niðurstaðan verður í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir