Samtök sunnlenskra sveitarfélaga kynntu í dag skýrslu og niðurstöður nefndar um stóriðju á Suðurlandi. Niðurstaða nefndarinnar er einróma á þá leið að Suðurland uppfylli öll helstu skilyrði sem svæði fyrir stóriðju þarf að uppfylla að því er segir í fréttatilkynningu.
Fram kemur að um 70% af allri raforku landsins sé framleidd á Suðurlandi, mikið sé af heitu og köldu vatni á svæðinu, landrými mikið og umhverfisskilyrði góð. Árborgarsvæðið sé öflugt bakland hvað varði vinnuafl og stoðþjónustu og höfuðborgarsvæðið er sömuleiðis skammt frá.
Það eina sem vanti upp á til þess að reisa megi orkufrekan iðnað á Suðurlandi sé stórskipahöfn. Sátt ríki um það í héraðinu að Þorlákshöfn sé ákjósanlegur valkostur fyrir stórskipahöfn og Siglingastofnun hafi sýnt fram á með rannsóknum að slíkt sé vel framkvæmanlegt.
Þrjár vegalengdir á milli fjögurra staða skipta mestu þegar orkufrekur iðnaður er skipulagður.