Klíndi tyggjói á málverk sem metið er á hundrað milljónir

Drengur með tyggjó. Tekið skal fram að drengurinn á myndinni …
Drengur með tyggjó. Tekið skal fram að drengurinn á myndinni tengist ekki fréttinni. Morgunblaðið/ Sverrir

12 ára gamall drengur og safngestur listasafns í Detroit klíndi tyggigúmmíi á málverk eftir Helen Frankenthaler í fyrradag. Verkið er metið á 1,5 milljónir dollara, tæpar hundrað milljónir króna. Tyggjóklessan skildi eftir sig blett í málverkinu á stærð við tíkall.

Drengurinn var í bekkjarferð og ákvað að bæta við abstraktverk Frankenthaler, Flóann (e. The Bay) með fyrrgreindum hætti. Varðveisludeild safnsins mun nú rannsaka hvaða efni er hægt að nota til að leysa blettinn upp. Drengnum var vikið tímabundið úr skólanum og fékk þar að auki skammarræðu frá foreldrum sínum. Listavefurinn Artinfo greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan