Búast má við nokkrum minni skjálftum á Krísuvíkursvæðinu

Á kortinu sést hvar skjálftinn átti upptök í dag.
Á kortinu sést hvar skjálftinn átti upptök í dag. mbl.is

Gunn­ar Guðmunds­son, jarðfræðing­ur á eðlis­fræðisviði Veður­stofu Íslands, seg­ir skjálft­ann, sem varð kl. 14.31 við Krísu­vík í dag, hafa verið um 4,6 á Richter-mæli­kv­arða og í um 25 km fjar­lægð sé miðað við Kringl­una í Reykja­vík. Nán­ar til­tekið hafi hann orðið suðaust­ur af Kleif­ar­vatni, við Gull­bringu. Gunn­ar seg­ir að bú­ast megi við nokkr­um minni eft­ir­skjálft­um í kjöl­farið næstu daga en ólík­legt að fólk verði þeirra vart á höfuðborg­ar­svæðinu.

Gunn­ar seg­ist ekki halda að stærri skjálft­ar verði á svæðinu á næst­unni. Meiri lík­ur séu á því að stærri skjálft­ar verði ann­ars staðar en á þessu svæði. Á næstu klukku­tím­um gætu hins veg­ar orðið skjálft­ar allt að 3 á Richter. Skjálft­inn hafi fund­ist vel á höfuðborg­ar­svæðinu vegna þess hversu stutt er til Krísu­vík­ur. Al­manna­vörn­um höfðu ekki borist nein­ar til­kynn­ing­ar af tjóni eða meiðslum á fólki af völd­um skjálft­ans þegar þetta er skrifað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert